A A A

Valmynd

Fréttir

Styrktaraðilar Hamingjudaga

Strandabyggð stendur fyrir Hamingjudögum á Hólmavík ár hvert. Erfitt væri að halda jafn veglega hátíð og raun ber vitni án stuðnings góðra fyrirtækja og stofnana. Stuðningsaðilar hátíðarinnar koma að henni með ýmsu móti; með því að gefa vinninga, halda opin hús eða bjóða gestum upp á veitingar og skemmtiatriði. Aðkoma stuðningsaðila er kynnt á dagskrá hátíðarinnar, með fréttapistlum á heimasíðu hátíðarinnar, á Facebooksíðu Hamingjudaga og við verðlaunaafhendingar svo eitthvað sé nefnt. Við þökkum kærlega fyrir veittan stuðning og óskum ykkur til hamingju með þátttöku ykkar. 

Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón